Garðyrkjan

Fyrirtækið

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Flutningur út á landFlutningur út á land 2

Garðyrkja ehf  byggir á 50 ára þekkingu og reynslu Steinþórs Einarssonar skrúðgarðameistara. Steinþór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina en með skólanum hafði hann unnið á sumrin, fyrst sem kaupamaður í sveit og svo sem verkstjóri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar og síðar hjá Garðyrkjustjóra bæjarins. Því lá beint við þegar framhaldsnám var ákveðið að fara í Garðyrkjuskóla Ríkisins að Reykjum í Ölfusi og læra skrúðgarðyrkju. Strax að sveinsprófi loknu 1978 var Steinþór ráðinn Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar og meistararéttindi í skrúðgarðyrkju hlaut hann 1979.  Frá 1988 til dagsins í dag hefur hann verið sjálfstætt starfandi skrúðgarðameistari í eigin fyrirtæki og komið að fjölda verka víðsvegar um landið. Frá 2006 hefur Garðyrkja ehf starfað sem innflutnings og ráðgjafafyrirtæki sem leitar allra leiða til þess að létta erfið störf og útvega hágæða vörur á umhverfissviði. Í samvinnu við virt og vönduð fyrirtæki í Evrópu og Ameríku hefur vöruúrval stöðugt aukist og ánægja viðskiptavina er besti vitnisburðurinn um það hvernig til hefur tekist. Nýr eigandi Hjalti Steinar Guðmundsson skrúðgarðyrkjumaður og smiður tók við rekstri félagsins á vordögum 2022 og ef þig vantar ráðgjöf eða vörur til þess að létta þér störfin þá endilega hafðu samband við hann Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   eða í síma 5641860 eða í farsíma  8687289.   

 

Notendavalmynd

Facebook FanBox

ÞÚ ERT HÉR: Home Fyrirtækið