Garðyrkjan

Proludic leiktæki

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Fjölbreytt og spennandi útileiktæki fyrir útivistarsvæði,leikskóla og skólalóðir.

proludic3

Proludic framleiðir allar sínar vörur í verksmiðjunni í Vouvray í Frakklandi.Framleiðslan hófst 1988 og  frá fyrstu tíð hefur fókusinn verið á að framleiða hágæða leiktæki með þarfir barna í huga og til þess að setja jákvætt mark á samfélagið.Markmiðið hefur verið að gæða leiksvæðin lífi og setja svip á umhverfið.Hin rómaða Franska hönnun ber öll merki um mikla natni og fjölbreytileika og ekki er síður lögð áhersla á endingu og gæði með notkun á vönduðu efni og vandaðri framleiðslu. Við Íslendingar þekkjum orðið vel til þessara sterku og fallegu leiktækja og reynsla okkar bæði sem seljanda og kaupanda talar sínu máli. Mörg stærstu bæjarfélögin á landinu eru meðal viðskiptavina okkar og það er samdóma álit þeirra að framleiðslan stenst allar væntingar um gæði og endingu og að viðhaldskostnaður er í algjöru lágmarki, enda er framleiðaslan gæðavottuð samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001 síðan 2001 og að sjálfsögðu standast tækin ströngustu Evrópskar öryggiskröfur samkvæmt EN 1176.

Eftirfarandi, 2, 5, 10, og 25 ára ábyrgðir eru til marks um mikil gæði framleiðslu Proludic.*

25 ára ábyrgð gegn öllum göllum í sport eða leiktækjum sem rekja má til galla í panil, stólpum og riðfríum rörum

10 ára ábyrgð gegn fúa í öllu tréverki framleiðslunnar.

10 ára ábyrgð gegn því að vatnsheldur krossviður, hvort heldur sem er málaður eða með stömu yfirborði klofni.

10 ára ábyrgð frá kaupdegi, að hægt verði að útvega varahluti og einstakar framleiðslueiningar, þótt framleiðslu tækisins sé hætt.

10 ára ábyrgð á öllum járnhlutum í Proludic Sport framleiðslunni bæði gegn ryði og að styrkleiki haldist.

5 ára ábyrgð á gormum í Proludic Gormatækjum

2 ára ábyrgð gegn galla á öllum íhlutum

* sjá nánari útskýringar og útlistun ábyrgðar á heimasíðu Proludic..............

Smelltu hér til að sjá heimasíðu Proludic

 

 

Facebook FanBox

ÞÚ ERT HÉR: Home